Enskir miðlar vilja nú meina að Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, sé nú mögulega trúlofaður kærustu sinni, Helene Spilling.
Helene forðast myndavélar og er lítið í sviðsljósinu en ljósmyndari í London náði myndum af parinu á dögunum.
Þar má sjá að Helene er mögulega með trúlofunarhring á vinstri hendi en hún labbaði um götur borgarinnar ásamt Ödegaard.
Helene er 27 ára gömul en Ödegaard er 25 ára gamall og er einn allra mikilvægasti leikmaður enska stórliðsins.
Helene er dansari frá Noregi, heimalandi Ödegaard, og er talið að þau hafi verið saman í rúmlega tvö ár.
Mynd af þessu má sjá hér.