
Sádiarabíska félagið Al-Ahli íhugar nú hvort það ætli að hækka tilboð sitt í Ivan Toney eða ekki.
Toney á aðeins ár eftir af samningi sínum við Brentford og hefur verið sterklega orðaður annað, þar á meðal við stórliðin á Englandi.
Ekkert félag hefur þó viljað ganga að verðmiða Brentford hingað til og því ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að Englendingurinn haldi til Sádí.
Tilboði Al-Ahli upp á 35 milljónir punda var hafnað á dögunum, en það gæti farið svo að Sádarnir hækki tilboð sitt.
The Sun segir hins vegar að Chelsea íhugi að slást í kapphlaupið um Toney á síðustu stundu.
Chelsea er með risastóran leikmannahóp og er að bæta við sig Joao Felix. Það breytir því þó ekki að Toney er nú orðaður við félagið.