

Trent Alexander Arnold, varnarmaður Liverpool, bauð upp á ansi athyglisvert svar eftir leik gegn Ipswich um helgina.
Liverpool vann fyrsta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni 2-0 gegn Ipswich þar sem Englendingurinn spilaði vel.
Trent er orðaður við Real Madrid þessa dagana en hann var síðasti leikmaður Liverpool til að labba framhjá fjölmiðlamönnum á heimavelli Ipswich.
Trent vissi hvaða spurningar væru að koma er hann horfði á blaðamenn og ákvað að skemmta sér aðeins fyrir rútuferðina.
,,Ég get ekki ímyndað mér hvað þið ræða!“ sagði brosandi Trent við blaðamenn áður en hann gekk burt.
Enski landsliðsmaðurinn er uppalinn hjá Liverpool en hann er 25 ára gamall og eru litlar líkur á að hann færi sig til Spánar í þessum félagaskiptaglugga.