

Birkir Heimsson leikmaður Þórs í Lengjudeild karla fékk að líta rauða spjaldið þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag
Rauða spjaldið kom í fyrri hálfleik en Birkir fór þá með olnbogann af nokkrum krafti í andlitið á Mána Austmann.
Sjáðu atvikið hér.
456137432_8102365076525086_5913248810199100431_n.mp4
Í viðtali við Fótbolta.net sakar Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis hreinlega um ofbeldi og segir starfsmann Þórs hafa boðið sér í slagsmál.
„Mesta rauða spjald sem ég hef séð. Hann kemur á fleygiferð með olnbogann beint í andlitið á Mána. Það er til skammar hvernig þeir reyna að mótmæla því og bregðast við. Liðstjórinn spurði hvort ég vildi koma í slagsmál við sig sem er fáránlegt. Ég vona að þetta verði skoðað, þetta á að vera nokkra leikja bann, þetta er ofbeldi,“ sagði Úlfur.