

Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur útskýrt af hverju hann tók Jarell Quansah af velli í hálfleik í gær gegn Ipswich.
Liverpool vann leikinn 2-0 á útivelli en staðan var markalaus í hálfleik og gerði Hollendingurinn breytingar.
Varnarmaðurinn Quansah fékk tækifæri í byrjunarliðinu en var skipt útaf í hálfleik fyrir Ibrahima Konate.
Quansah virkaði ósáttur eftir skiptinguna en Slot telur að hún hafi verið nauðsynlega á þessum tímapunkti í leiknum.
,,Já, þetta var taktísk breyting. Það fyrsta sem ég nefndi var að við þyrftum ekki að tala um taktík ef við töpum svo mörgum einvígum og það er það sem við gerðum,“ sagði Slot.
,,Ég er ekki að segja að Jarell hafi tapað öllum einvígum – margir aðrir gerðu það líka. Ég tel þó að ég hafi þurft á Konate í seinni hálfleik til að vinna skallaeinvígin í loftinu.“