

Arne Slot, nýr stjóri Liverpool, tekur undir ummæli Jurgen Klopp sem hann lét falla á sínum tíma.
Klopp var alls ekki hrifinn af því að spila hádegisleiki um helgar – eitthvað sem Liverpool gerði í gær gegn Ipswich en vann þó viðureignina að lokum 2-0.
Klopp sagði að það væri ‘glæpur’ að spila á þessum tíma um helgar og er eftirmaður hans Slot sammála þeim ummælum.
,,Í dag komst ég að því af hverju Jurgen Klopp var ekki hrifinn af hádegisleikjum,“ sagði Slot við blaðamenn.
,,Ég var ekki hrifinn af þeim í hálfleik! Ég komst einnig að því að það eru engir auðveldir leikir í ensku úrvalsdeildinni og við þurfum að spila eins og við gerðum í seinni hálfleik.“
,,Þeir voru mjög aggressívir og fengu þrjú gul spjöld en þeir gerðu það á sanngjarnan og góðan hátt.“