

Imanol Alguacil, stjóri Real Sociedad, hefur tjáð sig um ákvörðun miðjumannsins Martin Zubimendi.
Zubimendi var lengi á óskalista Liverpool og var með tilboð á borðinu á dögunum en ákvað að hafna því til að vera áfram á Spáni.
Zubimendi elskar Sociedad líkt og stjóri liðsins, Alguacil, sem er gríðarlega ánægður með ákvörðun spænska landsliðsmannsins.
Alguacil fer enn lengra og vill meina að Sociedad sé stærsta félag heims fyrir suma leikmenn og einnig hann sjálfan.
,,Við þurfum að vera stoltir af Zubimendi, hann neitaði Liverpool þrátt fyrir alla þessa peninga sem voru í boði,“ sagði Alguacil.
,,Að mínu mati þá er Real Sociedad stærsta félag heims og ég tel að Zubimendi sé á sama máli og þess vegna hafnaði hann boðinu.“