

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur útskýrt af hverju Jadon Sancho var ekki með liðinu í gær gegn Wolves.
Ummælin hafa vakið athygli en möguleiki er á að Ten Hag sé að ljúga en það vilja þónokkrir netverjar meina – samband þeirra er ekki frábært.
United vann 1-0 sigur á Wolves í opnunarleik ensku deildarinnar en Sancho var hvergi sjáanlegur.
,,Af hverju var Sancho ekki með? Jadon var með sýkingu í eyra í vikunni og var ekki 100 prósent,“ sagði Ten Hag.
,,Hann hefði getað spilað en við tókum þessa ákvörðun. Það gæti breyst.“
,,Við munum taka frekari ákvarðanir, þeir sem vinna sér inn sæti fá sæti. Ég get bara valið 20 leikmenn.“