

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill að félagið semji við strák að nafni Divin Mubama sem kannski fáir kannast við.
Mubama var á mála hjá West Ham frá níu ára aldri en hann yfirgaf félagið í sumar og er nú fáanlegur á frjálsri sölu.
Guardiola virðist vera mjög hrifinn af sóknarmanninum sem er 19 ára gamall og kom við sögu í 12 leikjum West Ham síðasta vetur.
City hefur losað Julian Alvarez til Atletico Madrid og þarf frekari breidd í sóknarlínuna fyrir komandi verkefni.
Lyon í Frakklandi og Famalicao í Portúgal voru á eftir Mubama en góðar líkur eru á að hann vilji halda sig í heimalandinu.