

Cole Palmer, leikmaður Chelsea, viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá lítið að spila á EM í Þýskalandi í sumar.
Palmer var langbesti leikmaður Chelsea á síðustu leiktíð en hann skoraði 27 mörk í öllum keppnum og lagði upp önnur 15.
Hann var því valinn í enska landsliðshópinn sem fór alla leið í úrslit en fékk takmarkaðar mínútur á vellinum.
,,Þetta var erfitt, að spila ekki. Þú ert að hitta nýjan hóp af leikmönnum og þarna eru leikmenn sem hafa verið til staðar í mörg ár,“ sagði Palmer.
,,Allir strákarnir tóku mér vel eins og þeir ættu að gera við alla unga leikmenn. Það var nokkuð auðvelt að aðlagast en að fá ekki að spila þá hugsarðu með þér: ‘Af hverju?’ – þú byrjar að efast um sjálfan þig.“