fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Málefni Jóhanns og rifrildið umdeilda til umræðu í vinsælasta þætti Bretlands – „Ég var ánægður að sjá Jóhann Berg láta ekki urða yfir sig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Jóhanns Berg Guðmundssonar og Vincent Kompany voru til umræðu í þættinum Overlap hjá Sky sem er einn vinsælasti umræðuþáttur í heimi þegar kemur að fótbolta.

Myndband úr nýrri heimildarmynd um Burnley vakti gríðarlega athygli þar sem Kompany urðaði yfir Jóhann Berg sem svaraði honum hressilega.

Kompany er hættur sem þjálfari Burnley en Jóhann Berg hafði ætlað að hætta hjá Burnley en snéri aftur þegar Kompany hætti.

„Það var erfitt að horfa á þetta. Hann var reiður yfir einhverju öðru en Guðmundsson gæti verið drengur sem tuðar mikið þó hann hafi ekki gert það þarna. Þegar stjórinn ræðst á hann, til að hrósa honum þá svaraði Jóhann honum vel og sagðist ekki hafa tuðað neitt,“ sagði Ian Wright fyrrum framherji Arsenal um málið og hélt áfram

„Margir segja að þú getir ekki talað svona við leikmenn í dag en það er hægt, ég var ánægður að sjá leikmanninn láta ekki urða yfir sig og svara. Ég var svakalegur tuðari,“ sagði Wright.

Roy Keane sem er umdeildur skaphundur tók þá til máls. „Kompay missti sig. Þetta gerist oft, ímyndið ykkur ef þetta væri ég þá væri ég kallaður risaeðla en aðrir fá að gera þetta. Ef aðrir gera þetta þá er þetta í lagi,“ sagði Keane.

Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool segir að það hafi verið erfitt að horfa á þetta. „Þetta var vont. Ég hef kannski séð þetta einu sinin eða tvisvar á ferli mínum,“ sagði Carragher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Í gær

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu