Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkings fékk sitt fimmta rauða spjald á hliðarlínunni í Bestu deild karla í gær eftir að hann tók við þjálfun liðsins.
Arnar kom inn í þjálfarateymi Víkings árið 2018 og tók svo sjálfur við liðinu árið 2019.
Arnar lét reka sig af velli í 1-1 jafntefli gegn Vestra en hann var verulega ósáttur með dómara leiksins og framgöngu hans.
Auk þess að hafa fengið fimm rauð spjöld á hliðarlínunni hefur Arnar fengið 21 gult spjald á þessum árum en aðeins eitt af þeim kom þegar hann var aðstoðarþjálfari.
Til að setja hlutina í samhengi fékk Arnar ellefu gul spjöld sem leikmaður á Íslandi í 249 keppnisleikjum. Hann fékk aldrei rautt spjald sem leikmaður.
Ljóst er að Arnar er skapmeiri á hliðarlínunni en hann var innan vallar og er nú á leið í tveggja leikja bann.
Hér að neðan er spjaldaferill Arnars sem þjálfari hjá Víkingi.