Chelsea er ekki búið að semja við sóknarmennn í þessum ágæta sumarglugga þó að Pedro Neto sé að ganga í raðir félagsins.
Chelsea borgar rúmlega 50 milljónir punda fyrir Neto sem er á mála hjá Wolves í úrvalsdeildinni.
Fabrizio Romano greinir frá því að það séu líklega ekki síðustu kaup Chelsea í sumar í sókninni og er Victor Osimhen á óskalistanum.
Osimhen er á mála hjá Napoli en hann vill komast burt í sumar en gæti kostað yfir 100 milljónir punda í þessum glugga.
Osimhen er ekki tilbúinn að fara annað á lánssamningi eða lækka eigin launakröfur en Chelsea vonar að það breytist síðar í glugganum.