Vængmaðurinn Kingsley Coman gæti verið á leið til Englands en frá þessu greinir þýska blaðið Bild. Englandsmeistarar Manchester City eru að sýna honum mikinn áhuga.
Coman er samningsbundinn Bayern Munchen í Þýskalandi en hann fær 20 milljónir evra í árslaun hjá félaginu.
Bayern hefur ekki efni á að fá inn fleiri leikmenn í þessum sumarglugga nema einhverjir verði losaðir fyrir gluggalok.
City gæti tekið við hluta af launum Coman sem er franskur landsliðsmaður og er 28 ára gamall.
Coman hefur spilað 294 leiki fyrir Bayern frá árinu 2015 og skorað í þeim 63 mörk.