Erik ten Hag virðist hafa staðfest það að hann hafi einfaldlega ekki valið Casemiro í leikmannahóp Manchester United fyrir úrslitaleik bikarsins á síðustu leiktíð.
Talað var um að Casemiro hafi verið að glíma við meiðsli fyrir leik gegn Manchester City sem vannst að lokum, 2-1.
Casemiro var upphaflega valinn á varamannabekk United í leiknum en var svo ekki á leikskýrslu er flautað var til leiks.
Ten Hag neitaði að staðfesta að Casemiro hafi glímt við meiðsli og er útlit fyrir að hann hafi einfaldlega ekki viljað hafa hann í hópnum.
,,Þú þarft að taka ákvarðanir í þessu starfi og ég þurfti að gera það í þessum ákveðna leik,“ sagði Ten Hag.
,,Hann er mjög mikilvægur leikmaður og er leiðtogi – hann getur gert gæfumuninn fyrir lokkar lið. Það er enginn sem getur spilað alla leikina, það er ómögulegt.“