fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Romano með áhugaverð tíðindi frá Liverpool – Vilja kaupa enskan landsliðsmann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 12:30

Fabrizio Romano. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa Antony Gordon kantmann Newcastle í sumar. Fabrizio Romano segir frá.

Romano segir að viðræður um þetta hafi átt sér stað í júní á milli Newcastle og Liverpool. Það fór hins vegar ekki lengra.

Málið gæti þó verið að fara af stað aftur. „Á lokadögunum í júní var Newcastle í vandræðum með FFP reglurnar, Liverpool hafði samband vegna Gordon. Það voru samskipti og leikmaðurinn vildi fara til Liverpool. Gordon er búinn að gefa græna ljósið,“ segir Romano.

Getty

„Newcastle vildi ekki selja þá, það kom ekkert formlegt tilboð en viðræðurnar voru í gangi.“

„Ég er að heyra það aftur núna að áhugi Liverpool sé gríðarlegur, þeir vilja fá hann. Hann er mjög ofarlega á lista þeirra.“

Liverpool hefur ekki fest kaup á neinum leikmanni eftir að Arne Slot tók við en búist er við að félagið fari að klára nokkur kaup á næstu vikum.

Gordon þekkir vel til í Liverpool enda lék hann lengi vel með Everton sem einnig er staðsett í Bítlaborginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Í gær

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
433Sport
Í gær

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns