fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Náði að væla sér inn hlutverk í nýjustu stórmyndinni – ,,Ef þú blikkar gætirðu misst af mér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. júlí 2024 20:42

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá stórmyndina Deadpool & Wolverine sem er nú komin í kvikmyndahús.

Um er að ræða ofurhetjumynd en Ryan Reynolds, eigandi Wrexham, fer með aðalhlutverkið og er sjálfur Deadpool.

Einn af leikmönnum Wrexham, Ollie Palmer, náði að sannfæra Reynolds um að gefa sér lítið hlutverk í myndinni sem er sturluð staðreynd sem fáir vita af.

Palmer er einn af sóknarmönnum Wrexham sem er í þriðju efstu deild og undirbýr sig nú fyrir komandi tímabil.

Palmer var boðið að kíkja á settið til að byrja með en náði að lokum til Reynolds sem gaf honum lítið hlutverk í myndinni.

,,Ég hef ekki talað um þetta áður, aðallega því Ryan bað mig um að gera þeð ekki en það er augljóst að ég fæ örlítið hlutverk í myndinni. Ef þú blikkar þá gætirðu misst af mér!“ sagði Palmer.

,,Þetta var svo skemmtilegur dagur og mjög vingjarnleg ákvörðun af hálfu Ryan. Hann bauð mér upprunarlega í tökur hjá Pinewood Studios til að fylgjast með.“

,,Eins og ég geri þá náði ég að væla mér inn hlutverk í myndinni. Ég tók konuna með mér á settið og hún naut þess jafnvel meira en ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu