fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Náði að væla sér inn hlutverk í nýjustu stórmyndinni – ,,Ef þú blikkar gætirðu misst af mér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. júlí 2024 20:42

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá stórmyndina Deadpool & Wolverine sem er nú komin í kvikmyndahús.

Um er að ræða ofurhetjumynd en Ryan Reynolds, eigandi Wrexham, fer með aðalhlutverkið og er sjálfur Deadpool.

Einn af leikmönnum Wrexham, Ollie Palmer, náði að sannfæra Reynolds um að gefa sér lítið hlutverk í myndinni sem er sturluð staðreynd sem fáir vita af.

Palmer er einn af sóknarmönnum Wrexham sem er í þriðju efstu deild og undirbýr sig nú fyrir komandi tímabil.

Palmer var boðið að kíkja á settið til að byrja með en náði að lokum til Reynolds sem gaf honum lítið hlutverk í myndinni.

,,Ég hef ekki talað um þetta áður, aðallega því Ryan bað mig um að gera þeð ekki en það er augljóst að ég fæ örlítið hlutverk í myndinni. Ef þú blikkar þá gætirðu misst af mér!“ sagði Palmer.

,,Þetta var svo skemmtilegur dagur og mjög vingjarnleg ákvörðun af hálfu Ryan. Hann bauð mér upprunarlega í tökur hjá Pinewood Studios til að fylgjast með.“

,,Eins og ég geri þá náði ég að væla mér inn hlutverk í myndinni. Ég tók konuna með mér á settið og hún naut þess jafnvel meira en ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur