fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Sögurnar úr Vesturbænum verða æ háværari – Óskar samþykkti veglegt samningsboð og fall breytir ekki afstöðu hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan um að Óskar Hrafn Þorvaldsson taki við sem þjálfari karlaliðs KR eftir tímabilið er að verða ansi hávær. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um hvort Óskar láti slag standa.

KR er að eiga skelfilegt tímabil og situr í níunda sæti Bestu deildarinnar, 2 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þá hefur liðið ekki unnið fótboltaleik síðan 20. maí. Gregg Ryder var látinn taka poka sinn sem þjálfari liðsins fyrir rúmum mánuði síðan og tók Pálmi Rafn Pálmason við út tímabilið. Síðan hefur gengið bara versnað ef eitthvað er.

Óskar var ráðinn í starf hjá KR fyrri hluta síðasta mánuðar, í kjölfar þess að hann sagði starfi sínu hjá Haugesund í Noregi lausu. Var hann fenginn í ráðgjafahlutverk til að byrja með en svo var tilkynnt að hann yrði yfirmaður knattspyrnumála frá og með næstu mánaðarmótum.

Nú velta allir því fyrir sér hvort Óskar, sem yfirgaf Breiðablik eftir síðustu leiktíð, taki svo við sem þjálfari KR. Í síðustu viku sagði sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson frá því að Óskar tæki við eftir tímabil. Tómas Þór Þórðarson tók svo í sama streng í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.

Það sem ýtir enn frekar undir það að Óskar sé að taka við er það að KR hafi samið við Alexander Helga Sigurðarson, leikmann Breiðabliks, á dögunum. Sá færir sig yfir í Vesturbæinn í haust. Það má ætla að Óskar, sem starfaði lengi með miðjumanninum í Kópavoginum, hafi verið með puttana í þessum félagaskiptum.

Heimildir 433.is herma þá að fólk innan og í kringum KR telji það alveg klárt að Óskar taki við sem þjálfari eftir tímabil. Óskar hafi samþykkt þetta og það muni engu skipta þó það fari svo að KR spili í Lengjudeildinni á næstu leiktíð, en eins og áður kom fram er liðið í alvöru fallbaráttu sem stendur.

Sömu heimildir herma að Óskar hafi fengið veglegt samningstilboð frá stjórnendum KR og að endingu látið slag standa. Það má því búast við að hann taki við í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mainoo fékk skýr skilaboð

Mainoo fékk skýr skilaboð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við