Fyrir skömmu var dregið í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem vonandi verða fjögur íslensk lið.
Það er óhætt að segja að Breiðablik og Víkingur hafi fengið hagstæðan drátt í 3. umferðinni en fyrst þurfa þau að klára sína andstæðinga í 2. umferð.
Fari Valur og Stjarnan í gegnum St. Mirren og Paide eru þau á leið í erfiðari verkefni ef allt fer eftir bókinni.
Einvígi íslensku liðanna í 3. umferð (verði þau þar)
Víkingur/Egnatia (Albanía) – Virtus (San Marínó/Flora Tallin (Eistland)
Valur/St.Mirren (Skotland) – Go Ahead Eagles (Holland)/Brann (Noregur)
Auda (Lettland)/Cliftonville (Norður-Írland) – Breiðablik/Drita (Kósóvó)
Diddeleng (Lúxemborg)/Hacken (Svíþjóð – Stjarnan/Paide (Eistland)
Leikirnir í 3. umferð fara fram 8. og 15. ágúst.