fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Joao Felix óvænt aftur til Englands?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Felix er nú heldur óvænt á óskalista Aston Villa. Guardian heldur þessu fram.

Felix er aðeins 24 ára gamall en hefur hingað til ekki náð þeim hæðum sem vonast var til á ferlinum. Hann var keyptur dýrum dómum til Atletico Madrid árið 2019, en undanfarið eitt og hálft ár eða svo hefur hann verið á láni hjá Chelsea og Barcelona.

Það virðist sem svo að Portúgalinn eigi ekki framtíð hjá Atletico en nú vill Aston Villa klófesta hann.

Villa er á leið í Meistaradeild Evrópu eftir frábært síðasta tímabil. Unai Emery, stjóri liðsins, hefur styrkt það vel í sumar og fengið þá Ian Maatsen, Samuel Iling-Junior, Lewis Dobbin, Enzo Barrenechea, Ross Barkley og Jaden Philogene til liðs við sig.

Villa er að missa Moussa Diaby til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu og gæti Felix að einhverju leyti leyst hann af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð