fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Færsla Ægis vakti hörð viðbrögð og hann biðst afsökunar – „Ég er ekki fullkominn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ægir Jarl Jónasson, leikmaður danska C-deildarliðsins AB, fékk greinilega hörð viðbrögð við færslu sinni á Instagram í kvöld, en hann var þar staddur á leik Lyngby og FC Kaupmannahöfn í úrvalsdeildinni.

Ægir gekk í raðir AB á dögunum. Jóhannes Karl Guðjónsson tók nýlega við liðinu og fékk hann til liðs við sig. Liðið er á fullu á undirbúningstímabilinu en Ægir skellti sér að sjá þá Sævar Atla Magnússon og Kolbein Birgi Finnsson taka á móti FCK í kvöld. Kaupmannahafnarstórveldið vann leikinn 0-2.

Vegna sögulegs rígs milli AB og Lyngby féll færsla Ægis hins vegar alls ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum fyrrnefnda liðsins.

„Ég vil biðja stuðningsmenn AB innilegrar afsökunar á síðustu færslu minni. Ég áttaði mig ekki á þeim stóra sögulega ríg sem er á milli AB og Lyngby. Ég er ekki fullkominn og var mættur þarna til að styðja félaga mína frá Íslandi sem buðu mér,“ skrifaði Ægir á Instagram fyrir skömmu, en hann er búinn að eyða færslunni frá leiknum.

„Ég lofa ykkur að ég mun gera allt sem ég get fyrir AB svo við náum okkar sameiginlegu markmiðum. Svona mistök munu ekki eiga sér stað aftur. Ég er klár í næsta leik gegn Brønshøj á morgun!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“