Sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, Maximilian, hefur skrifað undir fyrsta atvinnusamning sinn við AC Milan.
Zlatan spilaði nokkur ár af sínum glæsta ferli með Milan og hefur eftir að hann lagði skóna á hilluna starfað sem ráðgjafi hjá félaginu.
Maximilian, sem verður 18 ára í haust, hefur spilað með yngri liðum Milan undanfarin tvö ár, frá því hann kom frá Hammarby í heimalandinu, Svíþjóð.
Nú hefur hann skrifað undir atvinnumannasamning en mun spila með varaliðinu fyrst um sinn.