fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sverrir sagður í skrýtinni stöðu – „Það hefur eitthvað súrnað, það er eitthvað í gangi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. júlí 2024 13:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur ekkert verið í hóp hjá Midtjylland á yfirstandandi undirbúningstímabili. Framtíð hans hjá félaginu gæti skyndilega verið í lausu lofti.

Þetta kemur fram í Dr. Football og kemur á óvart þar sem Sverrir skrifaði undir stóran fimm ára samning við Midtjylland í fyrra. Liðið varð danskur meistari á síðustu leiktíð þar sem miðvörðurinn var lykilmaður.

„Það er eitthvað mjög skrýtið að gerast hjá Midtjylland,“ segir Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

„Hann skrifar undir í fimm ár, verður meistari og maður hélt að lífið léki við hann. Hann er ekkert í hóp núna og svo var ég að heyra í félaga mínum áðan, hann sagði mér að hann væri heill. Hann fær bara ekki að vera með.“

Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný á föstudag þegar Midtjylland heimsækir AGF.

„Það hefur eitthvað súrnað, það er eitthvað í gangi,“ segir Hjörvar að endingu um málið.

Uppfært kl. 13:18. 
Sverrir er á leið til gríska félagsins Panathinaikos. Hann skrifar undir þriggja ára samning og snýr þar með aftur til Grikklands, en hann kom til Midtjylland frá PAOK í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Í gær

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“