Valgeir Lunddal Friðriksson hefur skrifað undir við Fortuna Dusseldorf og mun ganga í raðir félagsins í janúar að óbreyttu. Hinn virti Fabrizio Romano fjallar um málið.
Samningur bakvarðarins við sænska félagið Hacken er að renna út og mátti Valgeir því semja við annað félag.
Þó svo að Valgeir hafi samið um að fara til þýska liðsins í janúar reynir það að semja um að fá kappann frá Hacken strax í sumar gegn greiðslu.
Valgeir er 22 ára gamall og hefur verið hjá Hacken síðan 2021. Hann á að baki tíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Fortuna Dusseldorf spilar í þýsku B-deildinni eftir að hafa naumlega misst af sæti í efstu deild í vor. Með liðinu leikur Ísak Bergmann Jóhannesson.
🇮🇸 Valgeir Lunddal Fridriksson has signed pre-contract as new Fortuna Düsseldorf player from January.
Deal completed, waiting to see if Fortuna Düsseldorf can agree on compensation with Häcken to bring in the player already this summer. pic.twitter.com/KelAdrmU4z
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2024