Þórhallur Siggeirsson er nýr þjálfari U19 landsliðs karla en þetta kemur fram í tilkynningu KSÍ í dag.
Þórhallur er fæddur árið 1987 en hann spilaði 117 leiki sem leikmaður og skoraði í þeim 23 mörk.
Hann hefur verið aðstoðarmaður U21 landsliðsins frá árinu 2021 en hættir því starfi og tekur við U19 liðinu.
Þórhallur tekur við starfinu af Ólafi Inga Skúlasyni sem hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi er fyrrum atvinnumaður og spilaði á meðal annars fyrir Arsenal á sínum tíma en hann tekur við U21 liðinu af Davíð Snorra Jónassyni sem er í dag aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.
Þórhallur Siggeirsson hefur verið ráðinn þjálfari U19 landsliðs karla og tekur við því starfi af Ólafi Inga Skúlasyni. Þórhallur hefur verið aðstoðarþjálfari U21 liðs karla frá árinu 2021 og lætur nú af því starfi. https://t.co/Qs2Zmdm8lB
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2024
Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og tekur hann við starfinu af Davíð Snorra Jónassyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í vor. https://t.co/ZiKMRpuzgp
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2024