fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Sérstök stund fyrir Natöshu á Laugardalsvelli: ,,Svo stolt af mömmu sinni“

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Natasha Anasi spilaði með íslenska kvennalandsliðinu í kvöld sem vann Þýskaland 3-0 á Laugardalsvelli.

Ísland er komið í lokakeppni EM með þessum frábæra sigri en mætingin á völlinn í kvöld var góð og stemningin flott.

Fullt af ungum og efnilegum knattspyrnukonum frá Símamótinu voru mættar að styðja stelpurnar og þar á meðal dóttir Natöshu en hún greinir frá þessu í viðtali eftir leik.

,,Geggjuð tilfinning, ég get ekki útskýrt það fyrir ykkur hvað er gott að vera komin á EM,“ sagði Natasha.

,,Ég var mjög ánægð með mína frammistöðu, ég notaði minn styrkleika gegn þeim. Við náðum líka að halda hreinu sem er æði gegn þessu stórkostlega liði.“

,,Þetta var, ég get ekki útskýrt hvernig tilfinningin var. Dóttir er þarna að spila á Símamótinu og hún var þarna með vinkonum sínum svo stolt af mömmu sinni!“

,,Þetta var geggjað, maður heyrir í þeim öskra og fagna þegar við gerðum vel, þetta var alvöru stemning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona