Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, hvetur miðjumanninn Rodri til að yfirgefa Manchester City á ‘hverjum degi.’
Carvajal segir sjálfur frá þessu en hann og Rodri eru samherjar í spænska landsliðinu sem er komið í úrslitaleik EM.
Rodri er talinn vera einn besti miðjumaður heims og er gríðarlega mikilvægur fyrir Englandsmeistarana.
,,Já klárlega, ég segi honum að fara frá Manchester á hverjum degi. Það er engin sól þarna, komdu til Madríd því við þurfum á þér að halda og þú ert héðan,“ sagði Carvajal.
,,Hann segist vera samningsbundinn og að það sé ekkert kaupákvæði en þetta væru skiptin sem ég myndi vilja.“
,,Hann er spænskur og frá Madríd, þetta myndi henta fullkomlega.“