Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur staðfest það að hann hafi engan áhuga á að semja við sóknarmanninn Mason Greenwood.
Lotito reyndi að fá Greenwood frá Manchester United í fyrra en þau félagaskipti gengu ekki upp að lokum og var hann lánaður til Getafe og stóð sig vel.
Forsetinn segist vera búinn að finna annan leikmann sem er á leiðinni og er hann víst ‘tíu sinnum betri’ en Englendingurinn.
,,Greenwood? Á síðasta ári vorum við 20 mínútum of seinir vegna markaðarins á Ítalíu og Englandi svo það gekk ekki upp,“ sagði Lotito.
,,Ég hélt ég hefði samið við Greenwood í fyrra en þið vissuð ekki einu sinni hver hann væri.“
,,Þetta tengist ekki bara Greenwood, það eru aðrir leikmenn þarna úti sem þið þekkið ekki. Ef ég myndi nefna nafn, sem ég geri ekki, þá er sá leikmaður tíu sinnum betri en Greenwood.“