Adidas hefur tekið stóra ákvörðun en íþróttaframleiðandinn birti ansi athyglisvert myndband á samskiptamiðla í gær.
Adidas hefur ákveðið að skórnir ’11pro’ hafa fengið nýtt nafn og heita nú ‘TKpro’ í höfuðið á Toni Kroos, miðjumanni Þýskalands.
Um er að ræða takkaskó sem Toni Kroos hefur notað í dágóðan tíma en hann hefur nú lagt skóna á hilluna og hefur spilað sinn síðasta leik.
Adidas hefur lengi verið styrktaraðili Kroos sem lék mest með Real Madrid sem og þýska landsliðinu en einnig stórliði Bayern Munchen.
Kroos spilaði með þýska landsliðinu á EM í heimalandinu en liðið er úr leik eftir tap gegn Spánverjum fyrir helgi.
,,Takk, Toni,“ skrifar Adidas á Twitter síðu sína og staðfestir að þessir ágætu skór séu nú að fá nýtt heiti.
Toni Kroos and the 11pro: love at first sight, sole mates until the last kick.
Today, we’re happy to announce that moving forward the adidas 11pro will be renamed the adidas TKpro.
Danke, Toni #YouGotThis #Euro24 pic.twitter.com/ESjAxbA49s
— adidas Football (@adidasfootball) July 6, 2024