Það kom mörgum á óvart í gær þegar Cristiano Ronaldo tók ekki aukaspyrnu fyrir utan teig í leik Portúgals og Frakklands á EM.
Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum en Frakkar höfðu betur eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.
Ronaldo hefur tekið nánast allar spyrnur Portúgals á mótinu hingað til en Bruno Fernandes fékk tækifærið í gær.
Spyrnan fór yfir markið en í beinni útsendingu var lítið hægt að sjá, nema viðbrögð Ronaldo sem þóttist ætla að taka spyrnuna.
Ronaldo gerði sig tilbúinn að hlaupa að boltanum og þá fór myndavélin á hann en þess í stað skaut Fernandes að marki.
Ansi sérstakt en þetta má sjá hér.
Live broadcast cutting to Ronaldo’s horrified reaction to not taking a free kick rather than showing the actual free kick pic.twitter.com/Sj2uLYdNRX
— Samplo Corvodina (@TreborRhurbarb) July 5, 2024