fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Er þetta þjálfari ársins? – „Sáum hvernig þeir höguðu sér“

433
Laugardaginn 6. júlí 2024 10:30

Jón Þór Hauksson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagamenn eru að eiga fantagott tímabil í Bestu deild karla. Gengið og frábær árangur þjálfarans Jóns Þórs Haukssonar var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar.

„Jón Þór Hauksson er þjálfari ársins hingað til,“ sagði Hörður Snævar Jónsson um ÍA, sem er í fjórða sæti með 20 stig.

„Já og kannski Ómar hjá HK ef þú horfir í leikmennina sem hann er með,“ skaut Helgi Fannar Sigurðsson inn í áður en Hörður tók til máls á ný.

„Þeir eru nýliðar í deildinni og eru komnir með 20 punkta. Þeir eiga leik til góða á Val og geta minnkað forskotið í 2 stig,“ sagði hann.

„Það er það merkilega. Við höfum verið að tala um þessi efstu þrjú sem alveg heilu en það er verið að saxa á forskotið. FH getur líka gert það,“ sagði Helgi þá.

Hörður segir Skagamenn vera að uppskera eftir flottan félagaskiptaglugga í vetur.

„Við sáum hvernig þeir höguðu sér á leikmannamarkaðnum. Það er hugsun á bak við þá sem eru að koma, eins og Hinrik Harðarson og Marko Vardic. Þeir eru bara byrjunarliðsmenn. Það eru sóttir menn til að styrkja byrjunarliðið og það hefur heppnast vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað