fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Myndin af Ronaldo sem fáir tóku eftir – Tókst líklega að pirra hann hressilega

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var ekkert í sérstöku jafnvægi þegar Portúgal vann Slóveníu í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í gær.

Slóvenar notuðu bragð sem fer ekkert sérstaklega í Ronaldo en þeir voru með treyju Lionel Messi í stúkunni.

Sungu þeir reglulega um Messi og var einn þeirra með treyjuna á lofti þegar Ronaldo var að spyrna að markinu.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en í fyrri hálfleik framlengingar fékk Portúgal vítaspyrnu. Ronaldo hágrét í hálfleik á framlengingu.

Ronaldo hafði skömmu áður klikkað á vítaspyrnu sem Diogo Jota hafði fiskað. Spyrna Ronaldo var föst en Jan Oblak varði vel frá honum. Ronaldo brotnaði niður við það.

Portúgalar voru sterkari en Pepe gerði slæm mistök í síðari hálfleik framlengingar og Benjamin Sesko slapp í gegn en lét verja frá sér. Ótrúlegt dauðafæri.

Í vítaspyrnkeppni voru Slóvenar ískaldir í byrjun og klikkuðu á þremur tveimur spyrnum sínum en Diogo Costa varði þær allir nokkuð vel. Cristiano Ronaldo skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgals og var mikið létt.

Bruno Fernandes skoraði úr annari spyrnu liðsins og Bernardo Silva tók þriðju spyrnuna og tryggði Portúgal sigurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Í gær

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara