fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Anna Björk hetja Vals á Akureyri: Blikar unnu góðan sigur – Óli Kristjáns að koma Þrótti í gang

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 20:06

Anna Björk Kristjánsdóttir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í Bestu deild kvenna en á Akureyri vann Valur mjög dramatískan 1-2 sigur á Þór/KA í hörkuleik.

Hulda Ósk Jónsdóttir kom heimakonum yfir eftir klukkutíma leik og allt stefndi í sigur Þór/KA.

Á 85 mínútu skoraði varamaðurinn Berglind Björg Þorvalsdóttir sitt fyrsta mark fyrir Val eftir að hafa komið frá PSG.

Það var svo varnarmaðurinn, Anna Björk Kristjánsdóttir sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Breiðablik vann góðan sigur á Keflavík á sama tíma en Breiðablik og Valur eru með 27 stig á toppi deildarinnar eftir tíu leiki.

Þá vann Þróttur Reykjavík góðan 1-0 sigur á Fylki en eftir mjög erfiða byrjun hefur Þróttur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum deildarinanr og er komið í sjötta sæti deildarinnar.

Markaskorarar af Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur