fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

10 prósent íslenskra knattspyrnumanna hafa glímt við andleg vandamál vegna veðmála

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍTF framkvæmdi á dögunum skoðanakönnun á meðal leikmanna í Bestu deild karla þar sem spurt var um þátttöku þeirra í veðmálum hvers konar og getraunaleikjum. Könnunin er gerð af sænskri fyrirmynd eins og áður hefur komið fram og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita.

Helstu niðurstöður könnunarinnar gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum og meirihluti þeirra veðji á fótboltaleiki í gegnum erlendar veðmálasíður. Það vekur sérstaka athygli að aðeins sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska fótboltaleiki og er það auðvitað jákvætt gefi það rétta mynd af raunveruleikanum.

10% leikmanna hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála og er það í samræmi við niðurstöður úr könnun sem gerð var á meðal leikmanna í sænsku deildinni, Allsvenskan.

Nálægt helmingur leikmanna hefur fengið einhverja fræðslu um hugsanleg tengsl veðmála og hagræðinu úrslita í fótboltaleikjum og um 40% leikmanna væri tilbúinn til að sækja slíka fræðslu ef hún myndi standa til boða.

Mikill meirihluti leikmanna, eða um 75%, telur að tíðni fjárhættuspila eða veðmála leikmanna sé mikil eða mjög mikil sem er vísbending um að almennt viðhorf leikmanna er að margir séu að stunda veðmál og þá á fótboltaleiki.

Líkt og áður hefur komið fram er könnunin liður í verkefni sem ÍTF hefur ákveðið að framkvæma að sænskri fyrirmynd og er ætlað að fræða leikmenn um tengsl veðmála og hagræðingu úrslita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu varnarmanns

Arsenal staðfestir komu varnarmanns
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Í gær

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí