Luke Shaw bakvörður Manchester United er orðinn heill heilsu og æfði af fullum krafti með enska landsliðinu í dag.
Shaw hefur verið meiddur síðustu mánuði en Gareth Southgate taldi það mikilvægt að hafa hann í hópnum.
Shaw hefur ekkert náð að æfa með liðinu en æfði í dag og gæti tekið þátt í mótinu.
Ekki er talið líklegt að Shaw spili gegn Slóveníu þó möguleiki sé á því að hann fái einhverjar mínútur til að koma sér í gang.
Shaw hefur ekki spilað síðan í febrúar þannig að leikformið er ekkert.