KSÍ segir í svari til Vestra að félagið muni ekkert aðhafast frekar í málinu þar sem leikmaður Fylkis var sakaður um rasisma í garð leikmanns Fylkis.
„Það er niðurstaða skrifstofu að ókleift sé annað en að láta til staðar numið og aðhafast ekki frekar,“ segir í frétt Fótbolta.net og er vitnað í tilkynningu KSÍ til Vestra.
Það var Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sem sakaði leikmann Fylkis um kynþáttafordóma í garð leikmanns síns. Ekki kom fram hverjir áttu í hlut.
Málið kom upp í síðustu viku og sendi Vestri málið til KSÍ en Fylkir hafnaði því að leikmaður liðsins hefði verið með rasisma.
KSÍ kannaði hvort dómarateymi og eftirlitsmaður hefðu orðið var við málið en svo var ekki. Reynt var að fara í upptökur af málinu og finna út úr því en ekkert var hægt að sjá.