Það er allt að verða klappað og klárt fyrir Ruud van Nistelrooy að snúa aftur til Manchester United.
Nistelrooy er sagður hafa samþykkt að verða nýr aðstoðarþjálfari Erik ten Hag hjá félaginu.
Burnley hefur verið í formlegum viðræðum við Nistelrooy um að taka við en hann kýs frekar að fara í teymið hjá United frekar en að verða þjálfari Burnley.
Nistelrooy hefur verið án starfs í eitt ár eftir að hafa hætt með PSV en hann hafði starfað lengi hjá félaginu.
Nistelrooy var magnaður framherji á ferli sínum og raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og Real Madrid.
🔴👀 Ruud van Nistelrooy and Man United return in ten Hag’s coaching staff, advancing fast.
Exclusive story from yesterday. ⤵️🇳🇱 https://t.co/bpMOa7vsq7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 24, 2024