Kanadíski framherjinn Jonathan David er nú ofarlega á óskalista Chelosea samkvæmt Athletic.
Chelsea er að skoða framherja fyrir næsta tímabil en liðið vill ekki aðeins treysta á Nicolas Jackson í fremstu víglínu.
David er samkvæmt Athletic efstur á óskalista Chelsea en hann hefur margoft verið orðaður við lið á Englandi.
Kanadíski landsliðsmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Lille og gæti franska félagið þurft að selja í sumar.
Lille mun vilja pening fyrir leikmanninn frekar en að missa hann frítt 2025 en David hefur skorað 71 mark í 161 deildarleik fyrir félagið.