KA 3 – 2 Fram
1-0 Sveinn Margeir Hauksson(‘8)
1-1 Kennie Chopart(’12)
1-2 Kennie Chopart(’36)
2-2 Daníel Hafsteinsson(’78)
3-2 Daníel Hafsteinsson(’93)
Fyrsti leikur dagsins í Bestu deild karla var ansi fjörugur en leikið var á Akureyri við fínustu aðstæður.
KA fékk Fram í heimsókn í efstu deild en leiknum lauk með sigri heimamanna á dramatískan hátt.
Kennie Chopart skoraði bæði mörk Fram í viðureigninni en Sveinn Margeir Hauksson hafði komið KA yfir.
Daníel Hafsteinsson skoraði svo fyrir KA á 78. mínútu og stefndi allt í 2-2 jafntefli.
Daníel var hins vegar ekki hættur og skoraði sigurmark KA á 93. mínútu í leik sem lauk 3-2.