Það er óhætt að segja það að þónokkrir stuðningsmenn Slóveníu hafi verið brjálaðir á fimmtudag eftir leik gegn Serbíu.
Allt stefndi í sigur Slóveníu í þessum leik en Serbía jafnaði metin á 95. mínútu í riðlakeppninni.
Einn ónefndur maður missti vitið eftir það mark og ákvað að kasta eigin sjónvarpi út um gluggann heima hjá sér.
Þetta sjónvarp er því miður handónýtt og hvort þessi ágæti maður geti náð næsta leik Slóvena er óljóst.
The Sun birti myndband af atvikinu á heimasíðu sína en þetta myndband má sjá með því að smella hér.