Arne Slot hefur verið kynntur til leiks hjá Liverpool og mun stýra liðinu á næstu leiktíð.
Slot tekur við af Jurgen Klopp sem var hjá Liverpool í um níu ár og vann bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.
Klopp átti það þó til að kvarta og þá sérstaklega þegar hans menn þurftu að spila í hádeginu.
Það er nákvæmlega það sem Slot þarf að sætta sig við í fyrsta leik en Liverpool mætir nýliðum Ipswich 12:30 í fyrstu umferðinni.
,,Þeir hafa sagt mér að leikurinn sé klukkan 12:30… Það sem ég heyri er að Jurgen hafi kvartað mikið yfir þessu,“ sagði Slot.
,,Þeir hugsuðu örugglega með sér að Jurgen væri farinn svo þeir gætu komið okkur fyrir 12:30 aftur!“