fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Adam spurður út í stöðu sína – „Það er ekki gaman að vera á bekknum“

433
Föstudaginn 21. júní 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Adam hefur verið inn og út úr byrjunarliði Vals á tímabilinu og oft komið inn af bekknum. Hann er eðlilega ekki sáttur með það en áttar sig á að samkeppnin er hörð.

„Maður vill spila allar mínútur og það er ekki gaman að vera á bekknum. Vonandi fer þetta að breytast,“ sagði Adam.

video
play-sharp-fill

„Við erum allir mjög góðir leikmenn, sérstaklega á köntunum en í öllum stöðum. Það er bara hörð samkeppni en hún gerir okkur líka betri. Ef þeir eru ekki á tánum kem ég inn og delivera – og öfugt.

Ég fékk leikinn á móti Breiðabliki og honum fannst ég kannski ekki nógu góður þannig ég fór aftur á bekkinn. Þegar ég fæ kallið næst verð ég tilbúinn.“

Adam er þó ansi sáttur hjá Val, þó spiltíminn mætti vera meiri.

„Mér líður ótrúlega vel á Hlíðarenda. Ég elska Val og mér hefur verið tekið opnum örmum þarna síðan ég kom. Ég mun alltaf borga þeim til baka.

Þetta er fjölskylduklúbbur. Ég þekki alla í handbolta- og körfuboltaliðinu. Maður þekkir fólkið í stjórninni. Það er mjög næs að vera þarna.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
Hide picture