fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Yfirlýsing úr Árbænum – Hafna því að leikmaður liðsins hafi verið með kynþáttaníð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júní 2024 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir hafnar því að leikmaður félagsins hafi látið rasísk orð falla í garð leikmanns Vestra á þriðjudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu

„Á sama tíma og Fylkir hafnar þessum ásökunum þá er mikilvægt að halda umræðu um jafnrétti og fordóma á lofti og við ítrekum að það er ekkert svigrúm fyrir fordóma eða ójafnrétti af neinu tagi í þjóðfélaginu,“ segir í yfirlýsingu.

Fylkir heitir því að veita KSÍ allar þær upplýsingar sem félagið hefur um málið en ásakanir um þetta komu fram beint eftir leik.

Yfirlýsing Fylkis.
Vegna leiks Fylkis og Vestra

Í jafnréttisstefnu íþróttafélagsins Fylkis kemur m.a. eftirfarandi skýrt fram:

“Íþróttafélagið stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Íþróttafélagið leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi.”

Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á að allt starf á vegum deildarinnar samræmist ofangreindri stefnu.

Eftir leik Fylkis og Vestra 18. júní sl komu fram mjög alvarlegar ásakanir af hálfu þjálfara Vestra um meinta kynþáttafordóma af hálfu leikmanna Fylkis. Forráðamenn Vestra hafa fyrr í dag komið erindi um meint tilvik í umræddum leik á framfæri við KSÍ.

Á sama tíma og Fylkir hafnar þessum ásökunum þá er mikilvægt að halda umræðu um jafnrétti og fordóma á lofti og við ítrekum að það er ekkert svigrúm fyrir fordóma eða ójafnrétti af neinu tagi í þjóðfélaginu.

Íþróttafélagið Fylkir leggur sitt af mörkum á hverjum degi í þeirri baráttu og vísum við í jafnréttisstefnu félagsins því til stuðnings en jafnréttisstefnan er aðgengileg á heimasíðu Fylkis.

Knattspyrnudeild Fylkis heitir fullu og opinskáu samstarfi við KSÍ vegna þessa máls og mun ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum.

Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis,
20. júní 2024

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu