fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Páll talaði digurbarkalega þegar hann réði Ryder í Vesturbæinn – Á nokkrum mánuðum breyttist allt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekkert að gerast hjá okkur. Það er bara áfram gakk. Við erum bara að halda okkar striki. Þetta er nýbyrjað svo við erum ekkert að stressa okkur,“ sagpi Páll Kristjánsson, formaður KR, í samtali við 433.is þann 13 maí, mánuði síðar er búið að reka þjálfarnn úr starfi. Þá höfðu farið sögur á kreik að KR væri að skoða að reka Gregg Ryder.

Ryder var í gær rekinn úr starfi hjá KR en formlega var tilkynnt um uppsögn hans í morgun.

Ráðningarferlið á Ryder síðasta haust var fyrir opnum tjöldum og fór Páll mikinn í viðtali við Fótbolta.net þann sama dag og Ryder var ráðinn.

Á þeim tíma hafði Páll og stjórn knattspyrnudeildar KR fengið á sig mikla gagnrýni fyrir ráðningaferlið þar sem rætt var við fjölda aðila og margir stuðningsmenn KR voru efins um ráðninguna á Ryder.

„Mér fannst hann svakalega flottur, þeir sem tóku fyrsta fund með Ryder sögðu að þetta væri frábær kandíat og skoruðu á stjórn að hlusta á hann. Þú tekur ekki erlendan aðila inn nema að hann hafi eitthvað sérstakt fram að færa. Hvernig hann kynnti sig og hans hugsjón, hans sín á leikinn. Hvernig fótbolta hann spilar, almennt talinn jákvæður fótbolti. Mér finnst það skipta máli þegar við tökum svona stóra ákvörðun,“ sagði Páll við Fótbolta.net í lok október á síðasta ári.

Ryder kom með trukki og dýfu inn í Vesturbæinn, bauð stuðningsmönnum í bjór og spjall á Rauða ljóninu og allt virtist í blóma. Íslandsmótið fór vel af stað þar sem KR vann fyrstu tvo leikina en síðan hefur aðeins einn sigur komið í síðustu átta leikjum.

„Mér finnst meðbyr með honum, ég mun aldrei þóknast öllum. Gregg er metnaðarfullur, skipulagður, agaður og talar um félagið af mikilli virðingu og þekkingu. Það skiptir mig máli, þeir sem hafa spilað undir hans stjórn hvar sem er litið undir tala allir vel um hann. Hann í eigin persónu og karakter, heillar okkur,“ sagði Páll.

Nú er Ryder farinn úr Vesturbænum og Pálmi Rafn Pálmason stýrir liðinu tímabundið. Háttsettir aðilar sem 433.is hefur rætt við innan KR voru hissa á því að Ryder hefði fengið að stýra KR í leiknum gegn ÍA á þriðjudag sem tapaðist. Áttu flestir von á því að hann yrði rekinn eftir slæmt tap gegn Val á heimavelli í upphafi mánaðar.

Flestum stuðningsmönnum KR dreymir um að Óskar Hrafn Þorvaldsson taki við þjálfun liðsins á næstunni en hann var ráðinn til starfa í síðustu viku sem ráðgjafi og viku síðar var búið að reka Ryder. Óskar virðist þó ekki klár í slaginn eins og sakir standa en það gæti breyst.

Páll hefur ekki viljað ræða uppsögn Ryder við 433.is, fyrst afþakkaði hann viðtal og síðan hefur hann ekki svarað í símann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu