Íþróttavefsíðan vinsæla GiveMeSport tók saman lista yfir bestu knattspyrnumenn Íslands frá upphafi.
Eins og gefur að skilja er listinn fullur af frábærum leikmönnum en það sem vekur sennilega mesta athygli er að síðan gefur Gylfa Þór Sigurðssyni ekkert pláss á efstu tíu. Um er að ræða markahæsta landsliðsmann frá upphafi með farsælan feril í bestu deild heims, ensku úrvalsdeildinni.
Eiður Smári Guðjohnsen er á toppi listans og á hæla hans fylgja þeir Atli Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson.
Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, sem allir voru hluti af liðum Íslands á lokakeppnum EM og HM, eru á blaði.
Listinn í heild
1. Eiður Smári Guðjohnsen
2. Ati Eðvaldsson
3. Ásgeir Sigurvinsson
4. Arnór Guðjohnsen
5. Jóhann Berg Guðmundsson
6. Ríkharður Jónsson
7. Albert Guðmundsson (eldri)
8. Alfreð Finnbogason
9. Hannes Þór Halldórsson
10. Guðni Bergsson