fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Sigurður furðaði sig á þessari umræðu á RÚV – „Var ég að heyra rétt?“

433
Miðvikudaginn 19. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og gefur að skilja er portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo einn umtalaðasti leikmaður Evrópumótsins í Þýskalandi. Hann var á sínum stað byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn í sigri á Tékkum í fyrsta leik í gær.

Það var mikið rætt um hinn 39 ára gamla Ronaldo í upphitun RÚV fyrir leikinn. Var því til að mynda velt upp hvort hann ætti að vera í liðinu, kominn á þennan aldur og stað á ferlinum, en hann spilar í Sádi-Arabíu.

Þessi vangavelta fór öfugt ofan í sparkspekinginn og hlaðvarpsstjörnuna Sigurð Gísla Bond Snorrason, sem er mikill aðdáandi Ronaldo.

„Var ég að heyra rétt á Rúv, að það væri slæmt fyrir Portúgal að hafa Cristiano Ronaldo inná vellinum? Ábyggilega alveg glatað að vera með besta markaskorara sögunnar í liðinu sínu,“ skrifaði hann á X (áður Twitter).

Ronaldo komst svo vel frá sínu gegn Tékkum, en frammistaða hans var til að mynda til umræðu í hlaðvarpi 433.is um EM.

„Hann var sprækur, var ennþá að hlaupa til baka á 88. mínútu. Hann, eins og N’Golo Kante, hefur haft gott af því að fara til Sádí,“ sagði Hörður Snævar Jónsson þar.

„Miðað við hlaupagetuna og hvernig Ronaldo spilaði í gær held ég að hann ætti bara að spila alla leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid