Það var gríðarleg dramatík þegar Albanía og Króatía gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu
Eftir skell gegn Spáni í fyrstu umferð byrjaði Króatía illa í dag og Qazim Laçi kom Albaníu yfir.
Þannig var staðan í hálfleik en Zlatko Dalić gerði góðar skiptingar sem kveiktu í liði Króata.
Andrej Kramarić jafnaði fyrir Króatíu á 74 mínútu og tveimur mínútum síðar var Króatía komið yfir.
Klaus Gjasula sem hafði verið á vellinum í fjórar mínútur setti þá boltann í eigið net.
Gjasula hengdi ekki haus og jafnaði leikinn fyrir Albaníu á 96 mínútu leiksins. Lokastaðan 2-2.
Bæði lið með eitt stig eftir tvær umferðir en Spánn og Ítalíu eru með þrjú stig og mætast á morgun.