Stuðningsmaður enska landsliðsins hefur tekið aðeins of vel á því á fyrsta leik liðsins gegn Serbíu á EM í Þýskalandi á sunnudagskvöld.
Maðurinn birti myndband í gær sem hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla, en hann heldur því fram að hann hafi vaknað á leikvanginum sem England spilaði á í Gelsenkirchen klukkan 4 aðfaranótt mánudags. Það er vakin athygli á þessu í enskum miðlum.
Kappinn hefur verið búinn að koma sér vel fyrir á vellinum og hvorki þeir sem voru með honum né aðrir vallargestir haft fyrir því að hnippa í hann á leið sinni frá leikavanginum. Hér neðar má sjá myndbandið sem um ræðir.
Hvað leikinn varðar hann vann England hann 1-0 og því með mikilvæg þrjú stig eftir fyrstu umferð C-riðils, þar sem einnig eru Danmörk og Slóvenía.
An England fan woke up this morning at 4am still inside the stadium, completely empty…
— Football Away Days (@FBAwayDays) June 17, 2024