Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, var virkilega óánægður með Stöð 2 Sport í gær er hans lið mætti Val í Bestu deild kvenna.
Pétur skrifaði pistil á Facebook síðu sína þar sem hann sendir sjónvarpsstöðinni pillu.
Valur er besta lið Íslands og hefur verið í dágóðan tíma en liðið vann öruggan 4-1 sigur á Fylki í gær.
Pétur segist vera gríðarlega óánægður með umfjöllina og bendir á að þetta hafi gerst oftar en einu sinni í efstu deild kvenna í sumar.
Tveir til fimm sérfræðingar eru mættir á hvern leik karla megin en kvennadeildin fær virðist vera mun minni athygli.
Hér má lesa pistilinn:
Mikið var ég svekktur með umfjöllun bestu deildar í leik Fylkir og Vals. Enginn fréttamaður frá stöð 2 á leiknum hvorki fyrir eða eftir leik.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar hjá öllum liðum sem engin viðtöl eru eða umfjöllun.
Fylkir er að reyna að bæta alla umgjörð eins og hægt er og fjölga þeim sem mæta á völlinn ásamt fleiri liðum en svo mætir enginn að taka viðtöl fyrir eða eftir leik.
Þetta er mjög dapurt og hefur gerst alltof oft hjá öllum kvk liðum í sumar.
Stöð 2 hefur réttindin á bestu deild kvk og kk.
Alltaf eru 2 til 5 sérfræðingar á öllum leikjum kk og mjög góð umfjöllun um þá deild.
Tek það fram að þetta er ekki beint að bestu mörkum kvk sem eru vel gerð.
Við erum alltaf að tala um að fá fleiri áhorfendur á bestu deild kvk en rétthafinn þarf að vera fyrstur að bregðast við því en ekki draga úr umfjöllun.
Vona að konur og karlar landsins mæti og fylli stúkur landsins í næstu umferð og styðji bestu deild kvk.
Vikingur-Breiðablik.
Keflavik-Tindarstóll.
Þór/Ka-Fylkir.
Valur-FH.
Þróttur-Stjarnan.
Gleðilegan þjóðhátíðardag