Húðflúr fyrrum enska landsliðsmarkvarðarins Joe Hart vöktu heldur betur athygli í sjónvarpinu í gær.
Hart er nafn sem margir kannast við en hann lék lengi fyrir Manchester City en lagði hanskana á hilluna í vetur.
Hart endaði ferilinn í Skotlandi með Celtic en hann er með ansi athyglisvert húðflúr.
,,Hann er eins og sebrahestur,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þetta er bara stórfurðulegt ‘listaverk.’
Hart starfar fyrir BBC og mun hjálpa að fjalla um EM í Þýskalandi í sumar.